Skilmálar

Viðskiptaskilmálar

Með því að skrá þig sem söluaðili hjá Demía ehf. (kt. 500620-1960) til heimilis að Brekkuhvarf 17, 203 Kópavogur, staðfestir söluaðili að hann hafi kynnt sér ítarlega þessa viðskiptaskilmála, skilmála viðskiptavina sem og persónuverndarstefnu Demíu. Með skráningu hjá Demíu staðfestir söluaðili jafnframt að hann skuldbindi sig og starfsmenn sína til að hlíta almennum viðskiptaskilmálum Demíu eins og þeir eru á hverjum tíma sem og leiðbeiningum um uppsetningu námskeiða til að tryggja heildarútlit og heildarupplifun viðskiptavina.
Jafnframt samþykkir söluaðili að Demía annist sölu og kynningu á námskeiðum og/eða varningi þeirra í gegnum vefsíðuna www.demia.is.
Þeir einstaklingar sem samþykkja þessa viðskiptaskilmála fyrir hönd annars aðila, staðfesta og ábyrgjast að þeir hafi til þess heimild í samræmi við lög og reglur.

Öll námskeið sem í sölu eru hjá Demíu eru á ábyrgð söluaðila námskeiða, ekki Demíu. Það sama á við um vörur sem þeir selja á vefsíðunni.

Skilmálar þessir geta tekið breytingum. Vinsamlegast lesið vandlega yfir.

1.Skilgreiningar:

Söluaðili: Eigendur, námskeiðshaldarar og umsjónarmenn námskeiða sem skrá sig inn á vef Demíu og nýta þjónustu vefsíðunnar.
Demía: Demía ehf, rekstraraðili vefsíðunnar www.demia.is
Námskeið: Námskeið, nám, námslínur, fræðsluerindi, ráðstefnur og aðrir viðburðir.
Vörur: Varningur (ekki námskeið) sem seldur er af söluaðilum á vefsíðu Demíu.
Fyrirtækjasíða: Sú síða sem hefur að geyma upplýsingar um fyrirtækið og námskeið þess, stjórnað af söluaðilum.
Þjónusta: Sú þjónusta sem Demía veitir söluaðilum sem og aðgangur þeirra að stjórnborði til að skrá inn námskeið og/eða stjórnborði fyrirtækjasíðu hjá Demíu.
Aðgangur: Stjórnborð söluaðila fyrir fyrirtækjasíðuna sína og/eða til að skrá inn námskeið  á www.demia.is
Viðskiptavinur: Einstaklingur og fyrirtæki sem skrá sig á og greiða fyrir námskeið/vörur í gegnum vefsíðu Demíu.

2.Lýsing á þjónustu

Demía býður upp á rafræna skráningar- og greiðslusíðu fyrir námskeið og vörur þeim tengdum ásamt tengli yfir á vefsvæði söluaðila. 

Söluaðilar sjá sjálfir um að skrá inn námskeið, þjónustu og vörur og að setja inn allar þær upplýsingar sem þeim þarf að fylgja.
Demía ber enga ábyrgð á sölu námskeiða né vara í gegnum vefsíðuna.
Þeir söluaðilar sem setja einungis inn upplýsingar um námskeiðin sín á heimasíðuna án þess að notast við greiðslusíðuna eða tengil yfir á sína eigin síðu lúta sömu skilmálum.

Rapyd Europe hf. hefur umsjón með kortagreiðsluþjónustu vefsins.

3.Almennir skilmálar

Skilmálar þessir gilda um notkun söluaðila á þjónustu Demíu samkvæmt verðskrá, skráningu námskeiða og vara og allra þeirra upplýsinga sem söluaðili setur inn á vefsíðuna. 

Demía áskilur sér rétt til að breyta og/eða gera breytingar á þessum skilmálum hvenær sem er og verður söluaðili látinn vita með áberandi hætti. Breytingar öðlast gildi þann daginn sem þær eru færðar inn í skilmálana nema annað sé tekið fram. Áframhaldandi notkun söluaðila á þjónustu Demíu eftir að breytingar taka gildi, þýðir að söluaðili samþykkir þessar breytingar. Allir endurskoðaðir skilmálar skulu koma í stað allra fyrri skilmála. 

Demía áskilur sér rétt til að nota póstfang (e. e-mail) söluaðila og tengiliða til að senda þeim upplýsingar um þjónustu eða annað sem Demía telur mikilvægt. Söluaðilar geta ávallt afþakkað þessar póstsendingar.

Ef söluaðili er ekki með námskeið til sölu en vill halda fyrirtækjasíðunni sýnilegri á demia.is er hægt að semja sérstaklega um það. Ef söluaðili vill fela fyrirtækjasíðuna tímabundið frá viðskiptavinum vefsíðunna er hægt að óska eftir því en athugið að Demía áskilur sér rétt til að eyða fyrirtækjasíðum og aðgangi að þeim sem hafa verið faldir/óvirkir í a.m.k. 12 mánuði hafi ekki um annað verið samið.

4.Verðskrá og greiðslur til söluaðila

Söluaðili samþykkir að velja áskriftarleið og greiða Demíu annaðhvort þjónustugjald af hverri sölu eða mánaðargjald samkvæmt gildandi verðskrá. Söluaðili velur fyrir fram hvaða leið er valin, áður en sala á námskeiði hefst. Gjald fer eftir þeim pakka sem söluaðili hefur skráð sig í. Ef söluaðili hefur valið að greiða Demíu þjónustugjald af hverri sölu þá greiðir Demía út til söluaðila í upphafi mánaðar eftir að námskeið hefst (að frádregnu þjónustugjaldi). Sem dæmi má nefna að námskeið sem hefjast í júní eru greidd út í byrjun júlí. 

Söluaðili getur óskað eftir að breyta um áskriftarleið hvenær sem er á samningstíma og gefur Demía sér þrjá virka daga til að verða við þeim breytingum.

Athugið að til að halda námskeiðum í birtingu á Demíu þarf söluaðili að vera með virka áskrift. 

Þeir söluaðilar sem eru í mánaðarlegri áskrift fá sendan greiðsluseðil í heimabankann og er innheimt lágmarks seðilgjald fyrir það. 

Ef breytingar verða á gildandi verðskrá verður söluaðila tilkynnt um það sérstaklega og ávallt með 60 daga fyrirvara. Söluaðili þarf að láta vita með afgerandi hætti hvort hann kýs að halda samstarfinu áfram eða ekki. Ef söluaðili lætur ekki vita með afgerandi hætti lítur Demía svo á að söluaðili vilji halda samstarfi áfram.

5.Skyldur og ábyrgð söluaðila 

Söluaðila er veittur aðgangur að stjórnborði og/eða stjórnborði fyrirtækjasíðu sinnar á www.demia.is. Söluaðili ber ábyrgð á stofnun nýrra notenda sem og öllu því efni sem hann og starfsmenn hans setja inn þar með talin texta, myndir, verð, leiðbeiningar og öllu öðru sem hann birtir. Einnig ber söluaðili ábyrgð á því að réttar upplýsingar séu veittar varðandi námskeiðið/n. Allar upplýsingar um þátttökuskilyrði, til dæmis aldurstakmörk og fyrri reynsla, eiga að koma skýrt fram í námskeiðslýsingu. 

Söluaðili getur aðeins notað Demíu í löglegum tilgangi. Ef Demía telur að söluaðili hafi á einhvern hátt brotið gegn Demíu eða skilmálum síðunnar, þá áskilur Demía sér rétt til að loka fyrir aðgang söluaðila og meina viðkomandi aðgang að þjónustu fyrirtækisins til skemmri eða lengri tíma.

Söluaðili námskeiðs/a ábyrgist að hann munt ekki:

 • senda eða láta í té óviðeigandi, móðgandi, hatursfullt, kynferðislegt, klámfengið, rangt, villandi, brotlegt, ærumeiðandi, meiðandi eða kynþáttarhatursfullt efni eða upplýsingar.
 • senda óumbeðnar eða óleyfilegar auglýsingar, kynningarefni, ruslpóst eða hvers konar póst í gegnum aðganginn þinn, sem ekki er tengdur námskeiðum sem viðskiptavinur er skráður á hjá þér. 
 • nota aðgang þinn fyrir annað en til að setja inn upplýsingar um námskeiðin og að selja á þau eða vörur tengdar námskeiðum þínum.
 • trufla eða hindra, á einn eða annan hátt, aðra söluaðila í að selja á sín námskeið eða selja sínar vörur.
 • misnota þjónustuna sem Demía veitir söluaðilum.
 • nota þjónustuna á einhvern hátt sem er ólögmætur eða brýtur í bága við réttindi annarra
 • setja inn í kerfið tölvukóða, skjöl eða forrit sem geta valdið tjóni á fyrirtækjasíðu söluaðila eða vefsvæði Demíu.

Demía áskilur sér rétt til að fjarlægja námskeið og/eða banna söluaðila, án fyrirvara, ef söluaðili verður uppvís af einhverju þeirra atriða sem talin eru upp á listanum hér að ofan. Demía áskilur sér einnig rétt til að fjarlægja námskeið og/eða banna söluaðila, án fyrirvara, ef söluaðili tekur þátt í eða sýnir af sér hegðun sem gæti komið óorði á Demíu.

6.Skyldur og ábyrgð Demíu gagnvart söluaðila

Fullur trúnaður ríkir milli Demíu og söluaðila varðandi öll viðskipti og samskipti þeirra á milli og viðskiptavina þeirra. 

Demía mun vanda alla umræðu og upplýsingagjöf um söluaðila og þá þjónustu sem þeir bjóða upp á, bæði í auglýsingum og á öðrum vettvangi. 

Demía hefur hag söluaðila að leiðarljósi meðal annars með því að fjarlægja ærumeiðandi umsagnir um námskeið eða söluaðila og aðstandendur þeirra, sem birtast á vefsíðu Demíu og öðrum miðlum á vegum Demíu.

7.Persónuvernd

Demía vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi löggjöf um persónuvernd. Söluaðili skuldbindur sig til að kynna sér persónuverndarstefnu Demíu og gerir sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á söluaðila og starfsmönnum hans samkvæmt skilmálum, þar á meðal varðandi notkun og vörslu persónuupplýsinga. 

Söluaðilum er óheimilt að nota upplýsingar og/eða gögn frá viðskiptavinum í öðrum tilgangi en þörf er á fyrir námskeiðið sem þeir eru skráðir á. Einnig er óheimilt að fara fram á að viðskiptavinir láti í té meiri upplýsingar um sig en þörf er á fyrir námskeiðið. Ekki má, með nokkru móti, afhenda þessi gögn til þriðja aðila. Sjá nánari útfærslur á persónuverndarstefnu Demíu á https://demia.is/personuvernd/.

8.Endurgreiðsla námskeiða, afhending og vöruskil.

Í skilmálum til viðskiptavina má sjá upplýsingar er varðar endurgreiðslur, afhendingu vöru og sendingarkostnað. 

Ef söluaðili kýs að hafa víðari eða sveigjanlegri skilmála fyrir viðskiptavini sína þá þarft hann að hafa eigin skilmála aðgengilega á sinni fyrirtækjasíðu og hjá sínum námskeiðum. Skilmálarnir þurfa að vera til samræmis við lög og reglur og mega ekki þrengja rétt viðskiptavinarins miða við þá skilmála til viðskiptavina sem settir eru fram af Demíu.

Endurgreiðsla til viðskiptavina fer fram í gegnum Demíu hjá söluaðilum sem nota greiðsluleið demíu nema í þeim tilvikum þar sem búið er að greiða til námskeiðshaldra fyrir námskeiðið. Ef kaupendur hafa beint samband við söluaðila með ósk um endurgreiðslu er mikilvægt að láta starfsfólk Demíu strax vita svo hægt sé að bregðast fljótt við og tryggja þannig ánægju viðskiptavina.

9.Samskipti

Við skráningu og greiðslu á námskeið hjá söluaðila samþykkir viðskiptavinur að fá sendan tölvupóst, svo sem upplýsingar um námskeiðið eða þjónustu tengda því, frá söluaðila námskeiðs. Ef viðskiptavinur samþykkir ekki slíka tölvupósta þá getur hann haft samband við söluaðila og óskað eftir að vera fjarlægður af póstlista námskeiðis. Hvorki Demía né söluaðilar taka ábyrgð á því ef mikilvægar upplýsingar kunna að misfarast vegna þessa. 

Demía tekur ekki ábyrgð á innihaldi tölvupósta sem berast frá söluaðilum eða öðrum samskiptum söluaðila við viðskiptavini þeirra. Ennfremur ber Demía enga ábyrgð vegna ágreinings sem kann að rísa milli þessara aðila, kröfum sem geta stofnast hjá þessum aðilum, meiðslum eða skemmdum af einhverju tagi.

10.Leyfi til Demíu

Söluaðili veitir Demía ehf. leyfi til að:

 • bjóða til sölu og markaðssetja námskeiðin sín og vörurnar sínar. 
 • nota námskeiðslýsingar og annað efni, sem fyrirtækjasíðan söluaðila inniheldur, í auglýsingar eða annað kynningarefni.
 • breyta eða bæta við myndatexta eða á annan hátt breyta efni og námskeiðslýsingu/m til að tryggja heildarútlit síðu og aðgengi viðskiptavina að upplýsingum um námskeiðið/vörurnar. Ekki er átt við að breyta innihaldi efnis heldur einungis lagfæra stafsetningu og heildarútlit texta. 
 • nota nafn söluaðila eða fyrirtækis hans, vörumerki, útlit og myndir í tengslum við að bjóða, afhenda, markaðssetja, auglýsa, sýna og selja þjónustuna Demíu og söluaðila. 

Ef söluaðili er ósáttur við kynningu, markaðssetningu eða aðra notkun á efni hans getur söluaðili óskað eftir breytingum eða að efnið sé fjarlægt. Demía mun verða við þeirri ósk eins fljótt og auðið er.

11.Vörumerki (e.logo) Demía

Demía ehf. gefur söluaðila leyfi til að nota vörumerki (e.logo) Demíu þegar hann kynnir námskeiðin sín eða vöruna sína. Eingöngu er heimilt að notast við myndir af vörumerki Demíu sem Demía gerir söluaðila aðgengilegar. Það er með öllu óheimilt að nota vörumerkið Demíu á villandi eða niðrandi hátt né á þann hátt sem brýtur í bága við gildandi lög eða í tengslum við ósæmilegt eða ólögmætt efni eða athæfi. 

Söluaðili samþykkir að fjarlægja vörumerkið alls staðar sem hann hefur birt það um leið og Demía óskar eftir því.

12.Uppsögn samnings

Enginn binditími er á samningi við Demíu. Uppsögn söluaðila þarf að berast með sannanlegum hætti og gefur Demíu sér þrjá virka daga til að bregðast við uppsögninni hvort sem um tímabundna eða ótímabundna uppsögn er að ræða. Ef söluaðili er skráður í mánaðarlega áskrift þá mun Demía loka aðganginum þegar að tímabilinu lýkur sem söluaðili hefur greitt fyrir.

13.Hugverk

Öll vörumerki, réttur til notkunnar gagnagrunns og önnur eign á hugverki og því efni sem birtist á vef Demíu, þar með talin uppsetning, hönnun og skipulag vefsins er eign Demía ehf. Notendum er óheimilt að fjölfalda, breyta, aðlaga, birta, dreifa, selja eða með öðrum hætti láta af hendi nokkurt efni af þessum vefi, nema með skriflegu leyfi frá Demíu. Hlaða má niður efni af vefsíðunni og prenta eða afrita til persónulegrar notkunar, en ekki í viðskiptaskyni.

14.Takmörkuð ábyrgð

Demía ber enga ábyrgð vegna tjóns, hvorki beins né óbeins, sem kann að verða vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði söluaðilans, eða af öðrum orsökum sem kunna að valda því að upplýsingar eru ekki réttar, eða að söluaðili hafi ekki tekist að tengjast þjónustunni.

Demía er að sama skapi ábyrgðarlaus vegna tjóns eða óþæginda sem kann að verða, bæði beint eða óbeint, vegna allra þeirra hugsanlegu bilana sem kunna að koma upp í endabúnaði, tenginu við internetið, eða þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við vefsíðu Demíu, svo sem stýrikerfi söluaðila eða tölvukerfi þeirra, eða af öðrum orsökum sem kunna að valda því að vefsíða Demíu er ekki aðgengileg.

Þá er Demía ábyrgðarlaus vegna tjóns eða óþæginda sem kann að verða, bæði beint eða óbeint, vegna vanþekkingar, misskilnings eða misnotkunar á aðgangi söluaðila. Demía myndi þó sjá um að tilkynna það til viðeigandi málsaðila. Demía ber að sama skapi enga ábyrgð á tjóni sem rekja má til ytri atburða (e. Force majeure).

15.Dómsmál

Mál sem kunna að koma upp vegna þessara skilmála, eða samskipta söluaðila og Demíu skulu vera rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Scroll to Top