Teiknum dýrin, 8. - 12. ágúst

20.000kr.

Á þessu námskeiði fá nemendur að hitta dýr og skissa þau, teikna dýrin í umhverfi sínu og hefur íslenska veðurfarið áhrif á hvernig við vinnum. Við gerum tilraunir með efni og myndefni, gerum mistök og höfum gaman að. Lokamarkmið námskeiðsins er að nemendur geti teiknað dýr með náttúruna í bakgrunni, sama hvernig viðrar.

Fyrir hverja: Krakka á aldrinum 9-13 ára sem hafa áhuga á teikningu og / eða dýrum. Tæknihæfileikar skipta ekki máli.

Hvenær: 8. – 12. ágúst, frá kl. 09:00 – 12:00

Hvar: Minna-Mosfell 2, sveitabær í Mosfellsdal.

Kennari er Sigríður Rún, grafískur hönnuður, teiknari og bóndi.

Athugið að lágmarsfjöldi á námskeið eru 3 börn og hámarksfjöldi er 6. Allt efni og áhöld eru innifalin.

Kennslustundir eru 20 og lágmarksfjöldi á námskeið eru 3 börn.

Á þessu námskeiði fléttast saman allt það besta sem Mosfellsdalurinn býður upp á, náttúran og listin. Nemendur fá að hitta dýr og skissa þau, teikna dýrin í umhverfi sínu og hefur íslenska veðurfarið áhrif á hvernig við vinnum. Við tökum öllum veðursviptingum fagnandi, nemendur koma því alltaf klæddir eftir veðri. Við gerum tilraunir með efni og myndefni, gerum mistök og höfum gaman að. Lokamarkmið námskeiðsins er að nemendur geti teiknað dýr með náttúruna í bakgrunni, sama hvernig viðrar.

Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára sem hafa áhuga á teikningu og/eða dýrum og skipta teiknihæfileikar engu máli, allir geta verið með. Æfingar og aðferðir eru einstaklingsmiðaðar. Kennslan fer fram á sveitabæ í Mosfellsdal í mikilli nálægð við náttúru og dýr.

Við förum yfir:

  • Aðferðir við hugmyndavinnu (fyrsta hugmynd ekki endilega sú besta)
  • Skissur (Það má gera mistök)
  • Tilraunir með mismunandi efni og áhöld eins og blýant, blek, liti, pensla o.fl.
  • Aðferðir fornleifafræðinga og vekjum ímyndunaraflið
  • Útivist eða inniveru
  • Að fá hugmynd til að lifna við (frá hugmynd að niðurstöðu – teikning)

Fyrir hverja: Krakka á aldrinum 9-13 ára sem hafa áhuga á teikningu og / eða dýrum. Tæknihæfileikar skipta ekki máli. 

Kennari er Sigríður Rún, grafískur hönnuður, teiknari og bóndi.

Athugið að lágmarsfjöldi á námskeið eru 3 börn og hámarksfjöldi er 6. Allt efni og áhöld eru innifalin.

Allar dagsetningar sem eru í boði:
1. vika. 20 – 24 júní, frá kl. 09.00 – 12.00
2. vika. 27 – 01 júlí, frá kl. 13.00 – 16.00 (ATH aðeins eitt laust pláss)
3. vika. 08 – 12 ágúst, frá kl. 09.00 – 12.00

Hvert námskeið er 20 kennslustundir.

Hvar og Hvenær

Dagsetning 1: 08/08/2022

Frá: 09:00

Til: 12:00

Staðsetning: Minna-Mosfell 2

Minna Mosfell 2, Mosfellsbær, - 271
siggarune@siggarune.com
Þessi námskeiðshaldari er ekki með fleiri námskeið að svo stöddu.
Scroll to Top