Tækniþjónusta

60.000kr.

Námið byggir á hagnýtum viðfangsefnum tengdum tækniþjónustu við viðskiptavini og samstarfsfólk. Í náminu er áhersla lögð á að byggja upp grunnþekkingu á vélbúnaði, stýrikerfum, hugbúnaði og netkerfum og þjálfa námsmenn í að veita almenna þjónustu við uppsetningu og tengingar, greina einfaldar bilanir og bregðast við þeim.

Fyrir: 

Þá sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við tækniþjónustu. Námið er sniðið að þeim sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki.

Hvenær: 

15. ágúst – 15. desember

Kennt er tvö síðdegi í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17-20 auk fimm laugardaga kl. 8-16.

Athugið að möguleiki er að meta námið til 7 eininga á framhaldsskólastigi.

Nánari upplýsingar: 

Hrannar og Hólmfríður í síma 421-7500 eða á namskeid@mss.is

Flokkur

Markmið námsins er að starfsfólk í tækniþjónustu hafi þá hæfni sem þarf til að sinna störfum sínum.

Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við tækniþjónustu. Námið er sniðið að þeim sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki.

Námið byggir á hagnýtum viðfangsefnum tengdum tækniþjónustu við viðskiptavini og samstarfsfólk. Í náminu er áhersla lögð á að byggja upp grunnþekkingu á vélbúnaði, stýrikerfum, hugbúnaði og netkerfum og þjálfa námsmenn í að veita almenna þjónustu við uppsetningu og tengingar, greina einfaldar bilanir og bregðast við þeim.

Námið er 140 klukkustundir og mögulegt að meta það til 7 eininga á framhaldsskólastigi.

Hæfniviðmið náms:

Námsmaður skal hafa öðlast:

 • þekkingu og skilning á vinnubrögðum, verkferlum og reglum sem tilheyra starfi starfsmanns við tækniþjónustu,
 • þekkingu og skilning á algengum tæknibúnaði og virkni hans,
 • leikni í að fylgja fyrirfram ákvörðuðum verkferlum og reglum á vinnustaðnum/í starfgreininni,
 • leikni í að aðstoða viðskiptavini við að leysa úr einföldum tæknilegum vandamálum,
 • leikni í að vinna með öðrum við lausn tæknilegra vandamála.
 • Þekkingu og leikni til að greina og leysa úr algengum tæknivandamálum viðskiptavina,
 • Þekkingu og leikni til að veita viðskiptavinum viðeigandi ráðgjöf og leiðsögn,
 • Þekkingu og leikni til að fylgja málum eftir til enda þannig að viðskiptavinir fái úrlausn vandans,
 • Þekkingu og leikni til að tryggja að meðferð persónuupplýsinga og gagna sé í samræmi við reglur fyrirtækisins og gildandi lög.

Námsþættir:

 • Verkferlar í tækniþjónustu
 • Samskipti við viðskiptavini
 • Tæknibúnaður
 • Netkerfi
 • Greining tæknilegra vandamála og bilana
 • Ráðgjöf og leiðsögn
 • Tæknileg aðstoð/ viðgerðir
 • Tækniþjónusta – þjálfun á vinnustað eða matsverkefni í námsumhverfi

Námsmat:

Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Kennslufyrirkomulag:

Kennt er tvö síðdegi í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17-20 auk fimm laugardaga kl. 8-16. Þegar kemur að námsmati er lögð áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu og umræður í stað hefðbundinna prófa.

Kennt er samkvæmt námskrá viðurkenndri af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Styrkir vegna skólagjalda:

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar: 

Hrannar og Hólmfríður í síma 421-7500 eða á namskeid@mss.is

Tímabil: 

1. febrúar – 14. júní

Páskafrí: 11. – 15. apríl

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Hvar og Hvenær

Upphafsdagur: 15/08/2022

Lokadagur: 15/12/2022

Staðsetning: Krossmói 4a, 3. hæð

Coordinates: 63.99380275083981, -22.549341899351496

Krossmói 4a, Reykjanesbær, Ísland - 260
mss@mss.is
4217500
Þessi námskeiðshaldari er ekki með fleiri námskeið að svo stöddu.
Scroll to Top