Markmið með náminu er að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga í starfi. Áhersla er á að gera nemendur færari í að takast á við tækniframfarir og breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu með tilkomu nýrra tækni og tækja.
Námsþættir:
- Fjarvinna og fjarnám
- Sjálfvirkni og gervigreind
- Skýjalausnir
- Stýrikerfi og stillingar stýrikerfa
- Tæknifærni og tæknilæsi
- Öryggisvitund og netöryggi
Námsmat:
Ekki eru lögð fyrir próf í náminu en gert er ráð fyrir verkefnavinnu og 80% mætingaskyldu.
Kennslufyrirkomulag:
Námsleiðin er 45 kennslustundir að lengd og kennt verður þrisvar í viku frá kl. 17:00-20:30 í húsnæði MSS.
Áætlað er að kennsla hefjist þann 14. febrúar og ljúki 10. mars. Kennt verður mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.
Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Styrkir vegna skólagjalda:
Hægt er að sækja um styrk vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar:
Hrannar – hrannar@mss.is
Hólmfríður – holmfridur@mss.is
Sími: 421-7500