Sýningarþjálfun - Einkatímar

24.000kr.

Við bjóðum upp á einkatíma í sýningarþjálfun sem hentar vel þeim sem þurfa að hafa breytilegar tímasetningar eða eru með hund sem þarf að hafa næði í kringum sig til að æfa sig. 

Þjálfunin hjá okkur byggist á jákvæðri styrkingu og ætlum við einnig að tileinka klikkerþjálfunar hugmyndafræðina inn í þjálfunina. Farið verður yfir flest sem við kemur sýningum. Hvernig allt virkar og gengur fyrir sig. Farið verður yfir taumgöngu, snertningar sem eiga við, uppstilling á bæði borði og gólfi.

Leiðbeinandi er Erna Christiansen, ræktandi, hundasnyrtir og hundaþjálfaranemi.

Viltu sjá öll námskeiðin sem Hundaakademían hefur upp á að bjóða? Ýttu hér og skoðaðu framboðið.

Flokkur

Hundaakademían býður upp á einkatíma í sýningarþjálfun með Erna Christiansen, ræktanda, hundasnyrti og hundaþjálfaranema.

Farið verður yfir flest sem við kemur sýningum. Hvernig allt virkar og gengur fyrir sig. Farið verður yfir taumgöngu, snertningar sem eiga við, uppstilling á bæði borði og gólfi. Koma þarf með nammitösku, ól og stuttan taum eða sýningataum. Einnig verður hægt að kaupa á staðnum.Byrjendanámskeið í sýningaþjálfun hentar einnig fyrir þá sem vilja læra aðeins meira um sýningar og þannig ná betri árangri með hundinn.

Einkatímarnir henta bæði byrjendum og lengra komnum og fyrir þá sem þurfa að hafa breytilega tímasetningar eða eru með hund sem þarf að hafa næði í kringum sig til að æfa sig. Hægt að hafa tíma á dagtíma/kvöld eða helgar.

Innifalið eru 3 klst í einkatíma + 2 mætingar í sýningaþjálfun.

Sýningaþjálfanir eru stakir þjálfunartímar fyrir alla að mæta og sýningaþjálfa í svokölluðu rennsli. Tilvalið til að þjálfa hundinn kringum aðra hunda. Enginn sérstök kennsla fer fram enda mest fyrir þá sem hafa farið á byrjendanámskeiðið eða hafa reynslu af sýningum.

Hægt er að kaupa staka tíma í sýningarþjálfun og 5 skipta klippikort.

Stakur tími er á 3000 kr.
5 skipta klippikort á 12.500kr 

Athugið að klippikortið fyrir kríla/leikjatíma gildir einnig í sýningaþjálfunartímana svo ef þú átt kort nú þegar þarftu ekki að skrá þig á þessari síðu sérstaklega heldur bara á facebook við eventið hverju sinni.

Tilkynna þarf mætingu í hvern sýningarþjálfunartíma undir event á spjallsíðunni okkar á facebook. Hundaakademían-spjallsíða

Viltu sjá öll námskeiðin sem Hundaakademían hefur upp á að bjóða? Ýttu hér og skoðaðu framboðið.

Hvar og Hvenær

Skemmuvegur 40, Bleik gata, Kópavogur, - 200
hunda@hunda.is
Þessi námskeiðshaldari er ekki með fleiri námskeið að svo stöddu.
Scroll to Top