SUP námskeið

13.900kr.

Byrjendanámskeið í SUP (stand up paddleboarding) við Hvaleyrar- eða Hafravatn.

Á þessu námskeiði færð þú kennslu á SUP sem og fræðslu um mikilvæg öryggisatriði og búnaðinn sem notaður er í þessu sporti.

Námskeiðið er 2 klst og er haldið alla þriðjudaga í sumar kl. 18:00.

Leiðbeinendur Adventure Vikings og SUP Iceland eru með góða reynslu úr SUP sportinu og hafa stundað vatnasport frá ungaaldri. Þess má til gamans geta að við erum með fyrsta   ASI SUP INSTRUCTOR kennarann á Íslandi í teyminu okkar.

Athugið, námskeiðið er háð hinu íslenska veðurfari og ef þörf er á að aflýsa vegna veðurs verður námskeiðið annaðhvort haldið daginn eftir, á miðvikudegi, eða frestað um viku.

Vilt þú stíga út fyrir þægindarrammann og prufa SUP í sumar? 

Adventure Vikings og SUP Iceland taka höndum saman og bjóða upp á skemmtilegt SUP byrjendanámskeið fyrir alla fjölskylduna.

Námskeiðið verður haldið alla þriðjudaga í sumar kl. 18.00 og stendur yfir í um 2 klst.

Þátttakendur læra grunnatriðin í SUP og tæknina við að róa, hvernig á að lesa í ýmsar aðstæður ásamt því að þeir fá fræðslu um mikilvæg öryggisatriði og búnaðinn notaður er í þessu sporti. 

Athugið að veðurfar á Íslandi er breytilegt og stundum getur þótt þörf á að aflýsa námskeiðum vegna veðurs en þá er ávallt reynt að halda námskeiðið daginn eftir (miðvikudag) eða því frestað um viku. 

Kröfur og öryggisatriði:

 • Þátttakandi þarf að vera syndur.
 • Þátttakandi má ekki vera barnshafandi
 • Lágmarks þátttaka á hverju námskeiði eru 5 manns
 • Hámark þátttaka á hverju námskeiði eru 12-14 manns
 • Lágmarks hæð 150 cm og hámarks hæð er 200 cm
  (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
 • Lágmarks þyngd 50 kg og hámarks þyngd 120 kg
  (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
 • Lágmarks aldur 12 ára og hámarks aldur 75 ára

Hvaða búnað er gott að taka með sér: 

 • Undirlag undir þurrgallann og mælum við með ull eða hlýjum fötum.
 • Auka flík ef eitthvað af fatnaðinum blotnar
 • Hlýja sokka
 • Húfu
 • Handklæði
 • Nesti

Eftir námskeiðið stendur þátttakendum til boða að bóka SUP ferð á 25% afslætti. 

Athugið, ef breyta þarf bókun með minna en 48 klst fyrirvara er gjald tekið fyrir, 6000 kr. á mann. Full endurgreiðsla í boði ef aflýst er með amk 48 klst fyrirvara.

Leiðbeinendur Adventure Vikings og SUP Iceland eru með góða reynslu úr SUP sportinu og hafa stundað vatnasport frá ungaaldri. Þess má til gamans geta að við erum við með fyrsta ASI SUP INSTRUCTOR kennarann á íslandi í teyminu okkar.

Hvar og Hvenær


Þessi námskeiðshaldari er ekki með fleiri námskeið að svo stöddu.
Scroll to Top