Sumarnámskeið Hjólabrettafélags Reykjavíkur - 15. - 19. ágúst

17.900kr.

Á sumarnámskeiði Hjólabrettafélags Reykjavíkur verður kennt á hjólabretti, farið í allar undirstöðurnar eins og hvernig á að standa, snúa sér og beita líkamanum. Fyrir þá sem eru lengra komnir verður farið í flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shuvit og 360 Flip svo sumt sé nefnt.

Aldur: 6 – 12 ára

Tími: Frá kl. 09:00 – 12:00

Hvenær:

15. – 19. ágúst

Aðrar dagsetningar sem eru í boði:

20. – 24. júní
27. júní – 1. júlí
4. – 8. júlí
11. – 15. júlí
18. – 22. júlí
1. – 5. ágúst
8. – 12. ágúst

Staðsetning: 

Innanhúsaðstaðan í Dugguvogi 8 og útisvæðið í Kópavogi ( á bak við Fífuna) ef veður leyfir. 

Kennarar:

Steinar Fjeldsted, Aron Fannar og Grímur Orrason.

Verð: 17.900 kr fyrir eina viku og veittur er 10% systkinaaflsláttur

Sumarnámskeið Hjólabrettafélags Reykjavíkur fer af stað mánudaginn 20. Júní, en það er fyrsta vikan og verður námskeið allar vikur þangað til 19. Ágúst. 

Námskeiðin eru á virkum dögum frá mánudegi til föstudags frá kl 09:00 – 12:00. Kennt verður á hjólabretti, farið í allar undirstöðurnar eins og hvernig á að standa, snúa sér og beita líkamanum. Fyrir þá sem eru lengra komnir verður farið í flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shuvit og 360 Flip svo sumt sé nefnt.

Lögð er áhersla á öryggi iðkenda með reyndum kennurum sem hafa stundað og kennt hjólabretti í mörg ár. Kennarar námskeiðsins eru Steinar Fjeldsted en hann hefur um 34 ára reynslu af hjólabrettum og kennt á fjölmörgum námskeiðum í gegnum tíðina. Steinar er einnig einn af eigendum félagsins. Aðrir kennarar eru Aron Fannar og Grímur Orrason en þeir eru tveir af efnilegustu hjólabrettaköppum landsins og hafa kennt hjá félaginu í langan tíma með mjög góðum árangri.

Athugið: Allir þurfa að koma með sitt eigið bretti, hjálm og nesti og nóg að drekka. Kennt verður í innanhúsaðstöðunni í Dugguvogi 8 en þegar og ef veður leyfir verður farið út á útisvæðið í í Kópavogi (á bakvið Fífuna. Ein vika kostar 17.900 og ganga þarf frá greiðslu við skráningu. Við skráningu þarf að skrá inn nafn og kennitölu barns og nafn og símanúmer forráðamanns. Við veitum systkynaafslátt sem er 10% af heildar verði.

Nánari upplýsingar veitir Steinar í síma: 768-8606 eða Sigrún inn á netfanginu:  hjolabrettaskoli@gmail.com

Hvar og Hvenær

Upphafsdagur: 15/08/2022

Lokadagur: 19/08/2022

Frá: 09:00

Til: 12:00

Staðsetning: Dugguvogur 8

Dugguvogur 8, Reykjavík, - 104
hjolabrettaskoli@gmail.com
Þessi námskeiðshaldari er ekki með fleiri námskeið að svo stöddu.
Scroll to Top