Á matreiðslunámskeiði Fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks verður kennt að elda einfalda og bragðgóða rétti sem hitta í mark. Unnið er eftir myndrænum/skrifuðum uppskriftum og munnlegum fyrirmælum eftir þörfum þátttakenda. Kennt verður í kennslueldhúsi Fjölbrautaskóla Suðurnesja á annarri hæð og eru nemendur hvattir til þess að koma með eigin svuntur til að nota á námskeiðinu.
Kennari: Ragnhildur Helga Guðbrandsdóttir.
Einungis er pláss fyrir þrjá þátttakendur í hvorum hóp til að hægt sé að fylgja sóttvarnarreglum.
Hópur 1 verður á þriðjudögum kl. 16:00 – 18:00. Hefst 15. febrúar.
Hópur 2 verður á miðvikudögum kl. 16:00 – 18:00. Hefst 16. febrúar.
Skipti: 4 skipti
Nánari upplýsingar:
Jón Pétursson í síma 848-2436 eða í tölvupósti á netfangið jonkp87@gmail.com
Fullorðinsfræðsla fatlaðra:
Eitt af markmiðum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum er að fullorðinsfræðsla og símenntun sé aðgengileg öllum Suðurnesjamönnum. Fullorðnir fatlaðir höfðu um tíma ekki sama aðgang og aðrir að fullorðinsfræðslu en í samstarfi við Fjölmennt og aðra þá sem koma að þjónustu við fatlaða hefur MSS verið að vinna í því að bæta þar úr með því að bjóða þessum hóp upp á fjölbreytt námskeið m.a. í lífstíl, matreiðslu, tölvu, íþróttum, söng, myndlist og handverki.