Megináhersla námskeiðsins verður sköpun og leikgleði. Áhersla verður lögð á að nemendur fái að nota ímyndunaraflið sitt og fái frelsi til þess að skapa sýna eigin leiksýningu út frá spuna. Undir leiðsögn kennarans munu krakkarnir þannig fá tækifæri til að þróa sýna eigin stutta sýningu frá upphafi til enda.
Lykilatriði er að öllum líði vel í umhverfinu og hver einasti nemandi fái að láta ljós sitt skína.
Í lok námskeiðisins verður haldin sýning til að sýna afrekstur vikunnar/ eða sýningin tekin upp ef aðstæður krefjast þess.
Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem farið er alla dagana og hafa meðferðis léttan bita, nesti.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Sportabler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.