Krílahvolpatímar

15.900kr.

Í krílahvolpatímum læra hvolpar aðeins meira inn á lífið, læra að leika við aðra hvolpa sem og slaka á. Í tímunum komast þeir í snertingu við þrautabrautir og leiktæki og dót sem örvar sjón, heyrn og lyktarskyn þeirra. Allt þetta gerir þá öruggari með sig og minnkar líkurnar á hræðslu í framtíðinni. 

Fyrir alla hvolpa frá 9 – 16 vikna (smáhundar geta verið aðeins lengur).

Hvenær: Á laugardögum og sunnudögum. Þú kaupir klippikort og mætir þær helgar sem þú getur. 9-12 vikna hvolpar eru á laugardögum og 13 – 16 vikna á sunnudögum.

Hvar: Skemmuvegur 40 í Kópavogi (bleik gata).

Athugið að við bjóðum upp á tilboðsverð þegar keyptur er aðgangur að krílahvolpatímum + grunnnámskeiði á sama tíma. Hægt að skoða nánar hér. 

Viltu sjá öll námskeiðin sem Hundaakademían hefur upp á að bjóða? Kíktu hér og skoðaðu framboðið.

Flokkur

Krílahvolpatímar er fyrir alla hvolpa frá 9 til 16 vikna (smáhundar geta verið aðeins lengur). Hvolpar þurfa bara hafa fengið fyrstu sprautuna til að geta verið með.

Best er að byrja í krílahvolpatímum frá 9/10 vikna til að ná að nýta kortið áður en hann verður of gamall fyrir tímana sem er í kringum 16 vikna, þá fara hvolpar inn í nýjan þroskafasa.

Félagsmótunarskeið hvolpa er milli 3 og 12 vikna. Þá þurfa þeir að upplifa flest allt sem á að vera eðlilegt í þeirra lífi. Þess vegna veljum við að byrja snemma með þjálfun og krílatímarnir ná því inn á þetta tímabil ef þið mætið snemma með þá.

Vissir þú að það mikilvægasta sem þú gerir með hvolpinum og það fyrsta sem þú átt að spá í er umhverfisþjálfun? Ungir  hvolpar þurfa að upplifa eitthvað nýtt á  hverjum degi og allt þarf að vera jákvætt, skemmtilegt og ekki of mikið af því góða í einu.

Krílahvolpatímar er eins og fara með barnið þitt í leiksskóla.

Þarna læra þeir aðeins meira inn á lífið, læra að leika aðra hvolpa sem og slaka á.  Þeir fá að upplifa allskonar dót sem örvar sjón, heyrn, lykt, snertingu í formi þrautabrauta, og leiktæki sem þeir fá prófa. Allt þetta gerir þá öruggari með sig og minnkar líkurnar á hræðslu í framtíðinni.

 Í  hverjum tíma er sérstakt þema þannig er best ef þið getið mætt í hverri viku til að ná að fylgja þroska hvolpsins.

Þegar þú kaupir 6 skipti eða fleiri færðu sent pdf möppuna Fyrstu skrefin. þar er skrifað nánar um umhverfisþjálfun, félagsmótun, pissa úti, æfa að vera einn heima og í bíl. Svo við mælum með að vera lesa möppuna áður en þið mætið í fyrsta tímann. Þannig getið þið nýtt tímann að leika við hundinn og getið beðið með nánari spurningar.

Krílahvolpatímar eru ekki með hefðbundnu námskeiðssniði. Þú kaupir klippikort og mætir í þær helgar sem  þú getur. Það er þema í hverjum tíma sem er farið yfir. Það eru atriði sem hvolpaeigendur er að velta fyrir sér, sem er ekki tekið fyrir á grunnnámskeiðinu.

Grunnnámskeiðið er hefðbundna námskeiðið sem þú skráir þig á samhliða þessum tímum.

Ræktendur og einstaklingar geta pantað  sér krílatíma fyrir sinn hvolpahóp. hafið samband á hunda@hunda.is

Skráningaferlið:

Fyrst kaupir þú klippikort hér á þessari síðu. Þá færðu sent greiðslu upplýsingar í tölvupósti og þú gengur frá greiðslu.

Eftir það ferðu inn í Krílahvolatímar hópinn á facebook og skráið ykkur til leiks í næsta tíma. Leiðbeinandi setur inn spurningu á mánudagskvöldum um hverjir ætla að mæta næstkomandi laugardag í tímann. Skráningafrestur í hvern tíma er fimmtudagskvöld kl. 20:00.  Við tilkynnum svo hópana eftir það.

Athugið að ef þú ert að kaupa kort í fyrsta skiptið er gott að þú ert tímalega (að minnsta kosti sólahringur) að kaupa kortið svo við náum að afgreiða ykkur.

Klippikortið er svo geymt í hundaskólanum.

Viltu vita hvort það sé  laust í næsta tíma? Skoðaðu facebook hópinn og þar sérðu skráningar og líka hvaða tegundir eru að fara mæta.

Viltu sjá öll námskeiðin sem Hundaakademían hefur upp á að bjóða? Kíktu hér og skoðaðu framboðið.

Hvar og Hvenær

Staðsetning: Skemmuvegur 40

Skemmuvegur 40, Bleik gata, Kópavogur, - 200
hunda@hunda.is
Þessi námskeiðshaldari er ekki með fleiri námskeið að svo stöddu.
Scroll to Top