Kríla + grunnámskeið (tilboðsverð)

57.500kr.

Hundaakademían býður upp á tilboðsverð þegar greitt er fyrir bæði Krílahvolpatíma og grunnnámskeið saman. 

Krílahvolpatímar eru mikilvægir til að umhverfisvenja hvolpinn þinn og er fyrir alla hvolpa frá 9 -16 vikna (smáhundar geta verið aðeins lengur. Þegar þú greiðir fyrir krílahvolpatíma færðu 6 skipta klippikort sem þú getur nýtt þegar þér hentar en tímarnir eru í klukkutíma á laugar- og sunnudögum.

Grunnnámskeiðið er fyrir alla hunda en við mælum alltaf með því að byrja sem fyrst eða fljótlega eftir fyrstu sprautuna. Á því námskeiði lærið þið m.a. að lesa merkjamál hundsins, þekkja atferli hunda og hvernig þú styrkir jákvæða hegðun hundsins þíns.

Hvar: Skemmuvegur 40 í Kópavogi (bleik gata).

Viltu sjá öll námskeiðin sem Hundaakademían hefur upp á að bjóða? Kíktu hér og skoðaðu framboðið.

Flokkur

Krílahvolpatímar er fyrir alla hvolpa frá 9 til 16 vikna (smáhundar geta verið aðeins lengur). Hvolpar þurfa bara hafa fengið fyrstu sprautuna til að geta verið með.

Best er að byrja í krílahvolpatímum frá 9/10 vikna til að ná að nýta kortið áður en hann verður of gamall fyrir tímana sem er í kringum 16 vikna, þá fara hvolpar inn í nýjan þroskafasa.

Félagsmótunarskeið hvolpa er milli 3 og 12 vikna. Þá þurfa þeir að upplifa flest allt sem á að vera eðlilegt í þeirra lífi. Þess vegna veljum við að byrja snemma með þjálfun og krílatímarnir ná því inn á þetta tímabil ef þið mætið snemma með þá.

Nánari upplýsingar um um Krílahvolpatíma má finna hér. 

Grunnnámskeið er fyrir alla hunda, bæði smáhunda- og stórhundategundir. Kennt er með jákvæðum aðferðum sem byggist á nýjustu rannsóknum um atferli hunda. Á þessu námskeiði lærið þið m.a. að lesa merkjamál hundsins, þekkja atferli hunda og hvernig þú styrkir jákvæða hegðun hundsins þíns. Á námskeiðinu kennir þú hundinum þínum m.a. að hlusta á fólkið sitt, bæði þig og aðra í fjölskyldunni sem vilja vera með, að labba fallega í taumgöngu og að labba við hæl.

Sum bæjarfélög bjóða upp á afslátt af hundaleyfisgjöldum en til þess að sækja um slíkt þarf að sýna fram á 80% mætingu sem og að klára bæði bóklegt og verklegt próf í lok námskeiðis.  

Nánari upplýsingar um um Grunnnámskeiðið má finna hér.

Hvar og Hvenær

Staðsetning: Skemmuvegur 40

Skemmuvegur 40, Bleik gata, Kópavogur, - 200
hunda@hunda.is
Þessi námskeiðshaldari er ekki með fleiri námskeið að svo stöddu.
Scroll to Top