Innkallsnámskeið - 20. júní

18.000kr.

Á þessu námskeiði leggjum við áherslu á innkallsæfingar en að kalla hundinn til þín er eitt það mikilvægasta sem þú kennir honum, ekki bara til þess að hundurinn verði ekki til vandræða heldur einnig til að koma í veg fyrir að eitthvað komi fyrir hann.

Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiði, hjá okkur eða annarstaðar. Eða náð að þjálfa sjálfir grunn-hlýðni æfingar.

Hægt er að mæta með hund og án hans og er hægt að sjá muninn á að  taka pláss með eða án hunds hér neðar á síðunni.

Hvar: Einhella 2 í Hafnarfirði.

Tímasetning:

20. júní og er 4 skipti.

Fyrsti tíminn er bóklegur fyrirlestur á netinu sem þið horfið á heima áður en þið mætið á námskeiðið. Fyrirlestinn getið þið horft á hvenær sem er eftir að þið fáið aðgang að honum og er hann 1 klst og 15 mín. 

Verklegu tímarnir verða 3 og eru fyrstu tveir tímanir 1,5 klst. 
Tímarnir verða bæði inni og fyrir utan hundaskólann.  

  • 20. júní, kl. 18:00-19:30
  • 27. júní, kl. 19:00-20.30
  • 4. júlí, kl. 19:00-20:00

Viltu sjá öll námskeiðin sem Hundaakademían hefur upp á að bjóða? Kíktu hér og skoðaðu framboðið.

Flokkur

Að kalla hundinn til þín er eitt það mikilvægasta sem þú kennir honum, ekki bara til þess að hundurinn verði ekki til vandræða, heldur einnig til að koma í veg fyrir að eitthvað komi fyrir han.

Að fá hundinn til að hlusta á þig úti, þegar allt annað er svo spennandi er þjálfun, þjálfun og aðeins meiri þjálfun.

Þetta námskeið er bæði bóklegt og verklegt, en aðallega er þetta námskeið með heimavinnu, að æfa innkallsæfingar og fá hundinn til að “snúa við í loftinu” þegar þú kallar.

Hvað finnst hundinum þínum mest spennandi að elta, eða hlaupa að? Fólk, hundar, fuglar, hestar, kindur, kanínur, kisur, hlauparar, hjól eða hreinlega bara fjúkandi laufblöð?
Við erum ekki að fara drepa niður veiði-eðlið í hundinum heldur munum við vinna með það til fá hundinn til að vilja miklu frekar hlaupa til þín þegar þú kallar.

Athugið að þetta námskeið er fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiði, hjá okkur eða annarstaðar. Eða náð að þjálfa sjálfir grunn-hlýðni æfingar.  Á grunnnámskeiði er farið í grunn-hlýðni sem skiptir mjög miklu máli fyrir gott innkall. Er þetta því “framhalds námskeið” fyrir þá sem hafa náð grunnhlýðni og ágætis innkalli þegar er enginn truflun í gangi

Skráning án hunds:

Sumir hundar eiga erfitt með að slaka á innan um aðra hunda, því verður hægt að skrá sig „án hunds“ í tímana en taka fullan þátt í námskeiðinu að öðru leyti.

Innkallsnámskeiðs tímar eru öðruvísi en á grunnnámskeiðinu. Það er mikil bið fyrir hundana, að gera ekkert. Á meðan einn og einn prófar aðeins æfingarnar og svo erum við að horfa mikið á hvort annað. Þegar hundur gerir í tímanum þá er það að hlaupa  fram hjá hinum hundunum, þeir eru þó á bakvið grind.  Hver hundur gerir ca. þrisvar í hverjum tíma. Sem sagt litið gert í tímanum sjálfum þar sem við erum aðalega að útskýra tæknina sem þarf til þess að æfa þetta og ná þrusu góðu innkalli heima. Gengur aðalega út á að hlusta vel og skilja æfingarnar sem eru æfðar heima.
Þess vegna ná allir sem koma hundlausir í tímana, einnig góðum árangri ef æft er heima samkvæmt plani.

Skráning án hunds kostar 9000 kr.

Að mæta með hund:
Það er krafa að hundurinn getur verið innan um aðra hunda ef þú ætlar að taka pláss með hundi. Ef það kemur í ljós að hann getur það ekki þegar námskeiðið er byrjað færist þið yfir á pláss án hunds án þess að endurgreitt sé mismuninn. Þannig getið þið tekið fullan þátt í námskeiðinu að öðru leiti. Þeir eiga ekkert að leika/spjalla saman tímanum en við verðum að sleppa þeim til að hlaupa aðeins og þá kemur fyrir að þeir vilja hlaupa í næsta hund að leika. Þeir þurfa þá að þola smá af því þótt við gerum allt til að takmarka þannig aðstæður.  Á milli æfinga þá er mikið um slökun þar sem hann getur verið að dunda sér með bein eða slappað af.

Athugið að ef tík byrjar að lóða á námskeiðinu mætir eigandi hundlaus í tímana sem tíkin er að lóða.

Við munum stofna facebook hóp í kringum námskeiðið þar sem við ræðum saman, setjum inn videó af heimaverkefnum og hvetjum hvert annað áfram.

Hvar og Hvenær

Upphafsdagur: 20/06/2022

Lokadagur: 04/07/2022

Staðsetning: Einhella 2

Skemmuvegur 40, Bleik gata, Kópavogur, - 200
hunda@hunda.is
Þessi námskeiðshaldari er ekki með fleiri námskeið að svo stöddu.
Scroll to Top