Grunnmennt - Almennur bóklegur undirbúningur

84.600kr.

Grunnmennt er ætlað fólki, 18 ára og eldri, sem vill styrkja sig í kjarnagreinunum (íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku) og undirbúa sig undir frekara nám (sem dæmi Menntastoðir). Í náminu er auk þess lögð áhersla á mikilvæga námsþætti fyrir daglegt líf og störf, svo sem námstækni, sjálfstyrkingu, samskipti og tölvu- og upplýsingatækni. Námið hentar vel fólki sem er með stutta formlega skólagöngu að baki, ekki verið lengi í námi, vill fara rólega af stað og fá góðan stuðning, hvatningu og leiðsögn frá upphafi.

Við námslok er mögulegt að óska eftir mati á náminu í framhaldsskóla og má meta námið upp að 15 einingum. 

Hvenær:

26. janúar – 26. apríl

Kennt alla virka daga frá klukkan 08:30 – 12:25. 

Við námslok er mögulegt að óska eftir mati á náminu í framhaldsskóla. Mennta– og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið allt upp að 15 einingum. 

Nánari upplýsingar: 
Áslaug Bára og Linda Björk í síma 421-7500 eða grunnmennt@mss.is.

Flokkur

Grunnmennt er ætlað fólki, 18 ára og eldri, sem vill styrkja sig í kjarnagreinunum (íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku) og undirbúa sig undir frekara nám (sem dæmi Menntastoðir). Í náminu er auk þess lögð áhersla á mikilvæga námsþætti fyrir daglegt líf og störf, svo sem námstækni, sjálfstyrkingu, samskipti og tölvu- og upplýsingatækni. Námið hentar vel fólki sem er með stutta formlega skólagöngu að baki, ekki verið lengi í námi, vill fara rólega af stað og fá góðan stuðning, hvatningu og leiðsögn frá upphafi.

Markmið:

 • Að byggja upp grunn í íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði og tölvum
 • Að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms
 • Að auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra
 • Að þjálfa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Að auðvelda nemendum að takast á við ný verkefni og / eða áframhaldandi nám

Námsgreinar:

 • Danska
 • Enska
 • Framsögn
 • Íslenska
 • Lokaverkefni
 • Námstækni
 • Sjálfstyrking
 • Stærðfræði
 • Tölvur

Námsmat:

Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka. 

Kennslufyrirkomulag:

Námið er 300 kennslustundir og er kennt alla virka daga frá klukkan 08:30 – 12:25. Engin hefðbundin lokapróf eru en lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat, t.d. verkefnavinna, kannanir, hópavinna, umræður og rökræður. Þegar líður á kennsluönnina verður smám saman lögð áhersla á aukið sjálfstæði og öryggi nemanda í heimanámi. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Við námslok er mögulegt að óska eftir mati á náminu í framhaldsskóla. Mennta– og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið allt upp að 15 einingum. 

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Nánari upplýsingar:

Áslaug Bára og Linda Björk í síma 421-7500 eða grunnmennt@mss.is 

Tímabil:

26. janúar – 26. apríl

Hvar og Hvenær

Upphafsdagur: 26/01/2022

Lokadagur: 26/04/2022

Frá: 08:30

Til: 12:25

Staðsetning: Krossmói 4a, 3. hæð

Coordinates: 63.99379334232811, -22.549352628187435

Krossmói 4a, Reykjanesbær, Ísland - 260
mss@mss.is
4217500
Þessi námskeiðshaldari er ekki með fleiri námskeið að svo stöddu.
Scroll to Top