Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda.
Námið er blanda af verklegu námi, fyrirlestrum og verkefnavinnu.
Námsþættir:
- Velferðarþjónustan og hugmyndafræði fötlunar
- Fatlanir og þjónustuþörf
- Erfðir og þroski
- Mannréttindi og siðferði
- Geðsjúkdómar og lyf
- Lífstíll og heilsa
- Samskipti og samvinna
- Starfið og námið
- Áföll og afleiðingar
- Framkvæmd þjónustu við fatlað fólk
- Lokaverkefni
- Starfsþjálfun
Kennslufyrirkomulag:
Kennt verður á Teams í fjarnámi og í húsnæði MSS að Krossmóa 4a, 3. hæð. Kennt verður seinni part dags þrjá daga í viku í dreifnámi og einn laugardag í mánuði. Námið er í heildina 324 klukkustundir.
Engin lokapróf eru en lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 16 eininga á framhaldsskólastigi.
Námsmat:
Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.
Nánari upplýsingar um námið veita Nanna Bára, nanna@mss.is og Hólmfríður, holmfridur@mss.is / sími 421-7500
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%.
Tímabil: 17. janúar – 15. apríl