Dýr og list - 4. - 8. júlí
25.000kr.
Dýr og list bjóða aftur upp á vinsælu sumarnámskeiðin sín fyrir börn, í samstarfi við Dýragarðinn Slakka og Reiðskólann Eðalhesta.
Aðalmarkmið námskeiðsins er að börnin skemmti sér, komist í snertingu við dýr og efli skapandi hugsun.Börnunum verður kennt að umgangast dýrin, þrífa hjá þeim, gefa þeim að borða, veita þeim ást og hlýju auk þess að fara einu sinni á hestbak.Við munum vinna með skapandi hugsun, persónulega tjáningu og ímyndunaraflið í myndlist.
Fyrir hverja? Börn á aldrinum 5 – 11 ára.
Dagsetningar sem í boði eru:
Námskeiðsvika 1: 20. – 24. júní, frá kl. 09 – 12 eða 13 – 16
Námskeiðsvika 2: 27. júní – 1. júlí, frá kl. 09 – 12 eða 13 – 16
Námskeiðsvika 3: 4. – 8. júlí, frá kl. 09 – 12 eða 13 – 16
Námskeiðsvika 4: 11. – 15. júlí, frá kl. 09 – 12 eða 13 – 16
Námskeiðsvika 5: 18. – 22. júlí, frá kl. 09 – 12 eða 13 – 16
Námskeiðsvika 6: 25. – 29. júlí, frá kl. 09 – 12 eða 13 – 16
Kennarar: Sóldís Einarsdóttir, myndlistakennari og hundasnyrtir og Þórunn Rebekka Ingvarsdóttir, reiðkennari og líffræðanemi.
Skráning er hafin. Hægt er að bóka námskeið í gegnum netfangið dyroglist@gmail.com eða í gegnum facebook síðu námskeiðsins Dýr og list, og senda okkur skilaboð þar.
Hvar og Hvenær
Upphafsdagur: 04/07/2022
Lokadagur: 08/07/2022