Einkatímar í söng þar sem notast er við söngtæknina Complete Vocal Technique. Tímarnir eru sniðnir að hverjum og einum nemanda sem fær að ráða ferðinni eftir því hver óskin er í hvert sinn. Söngvarinn kemur í tíma með lag sem hann vill vinna með, en ásamt því verður farið í grunntækni eins og stuðning, raddbeitingu og framkomu. Tímarnir henta bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.
Hægt er að velja á milli 1-5-10 tíma og lækkar verðið per tíma eftir hvað margir tímar eru keyptir.
1x 45 mín- 9000 kr.
5x 45 mín- 45.500 kr.
10x 45 mín- 80.000 kr.
Örlítið um Complete Vocal Technique
Allir geta lært að syngja eru einkunnarorð Complete Vocal Technique. Við eigum að geta framkvæmt öll þau hljóð sem við viljum á heilbrigðan hátt.
Tæknin snýst í kringum fjögur grunnatriði:
– Þrjú megin lögmál (stuðning, nauðsynlegt twang og það að forðast spennu í vörum og kjálka)
– Fjóra raddgíra (Neutral, Curbing, Overdrive og Edge)
– Raddlit (dökkan – ljósan)
– Raddeffekt (slaufur, víbrató, öskur o.fl.)
Hægt er að lesa meira um tæknina hér: https://completevocal.institute/complete-vocal-technique/