Við förum í stutta leiðangra þar sem við söfnum saman efnivið og hugmyndum sem við svo vinnum með á ólíkan hátt. Áherslan er á ævintýra upplifun, sköpun og ímyndunaraflið.
Við skoðum liti og birtu, form, gróður og dýr. Úr þessu vinnum við m.a. teikningar, vatnslitaverk og skúlptúra. Umhverfið er allt í senn, innblástur, efniviður og ævintýri sem við sköpum.
Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem farið er út suma dagana og hafa meðferðis léttan bita, nesti í tösku sem hægt er að taka með í leiðangrana.
Námskeiðið er kennt í rými Klifsins á Garðatorgi 7, beint fyrir ofan Bókasafn Garðabæjar.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Sportabler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.