Um þjónustuna

Demía býður námskeiðshöldurum víðsvegar um landið að kynna og/eða selja námskeiðin sín á vefnum. Markmið okkar er að bjóða upp á einn stað fyrir öll námskeið, af hvaða gerð sem er, til að auðvelda einstaklingum leitina að námskeiðinu þínu. 

Við tökum vel á móti öllum þeim sem vilja koma námskeiðum sínum á framfæri hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki. Allir geta skráð námskeiðin sín hjá okkur, óháð því hvort um staðbundið námskeið eða netnámskeið er að ræða og óháð staðsetningu fyrirtækis eða námskeiðs.  

Þú sem námskeiðshaldari færð aðgang að þínu eigin svæði þar sem þú stjórnar ferðinni og hefur góða yfirsýn. Þar getur þú skráð allar upplýsingar um námskeiðið og fyrirtækið þitt.  

Til að mæta mismunandi þörfum fjölbreytts hóps námskeiðshaldara bjóðum við upp á nokkrar áskriftarleiðir sem þú, sem námskeiðshaldari, getur valið um. Þú getur annað hvort tengt námskeiðin, sem þú setur inn á Demíu, við heimasíðuna þína eða fengið aðgang að öllu skráningar- og sölukerfi Demíu. Þá geta viðskiptavinir þínir gengið frá greiðslu um leið og þeir skrá sig á námskeiðið. Nánari upplýsingar um verðskrá Demíu og hvað er innifalið í hverjum pakka má finna hér og athugið að það er alltaf hægt að breyta um áskriftarleið ef þörf er á.

Ekki hika við að hafa samband ef það er þörf á frekari upplýsingum eða aðstoð. 

Sjáumst á Demia.is

Starfsfólk Demíu

Scroll to Top