Um Demíu

Demía er vefur fyrir allskonar námskeið og aðra sambærilega viðburði. Það er svo ótrúlega margt spennandi og áhugavert í boði, fyrir allan aldur og um allt land. Fæstir vita af þessari fjölbreyttu flóru sem við höfum hér á Íslandi og viljum við deila gleðinni með landanum. 

Markmiðið okkar er að sameina sem flest námskeið á einn stað til að auðvelda þér leitina að þínu námskeiði!

Við vonum að þú finnir eitthvað skemmtilegt, áhugavert, fróðlegt uppbyggilegt eða bara einhverja snilld sem getur bætt þig í lífi og starfi og hjálpað þér að ná markmiðum þínum. Kannski er það eitthvað splunkunýtt eða eitthvað sem þú hefur verið að gera lengi og vilt bara læra aðeins meira. Hvort sem þú ert með enga, nokkrar eða margar gráður og búinn að sækja fjölda námskeiða þá er alltaf hægt að bæta um betur, á hvaða sviði sem er. Trúið okkur! Við vitum það enda með mikla lærdómsþrá…

Hvort markmiðið sé að finna sér nýtt áhugamál, rækta sjálfa sig, finna námskeið fyrir krílin þín eða að verða sterkari starfskraftur eða jafnvel að finna nýjan starfsvettvang þá viljum við gera okkar besta til að leitin þín af rétta námskeiðinu verði sem skemmtilegust og auðveldust! 

Góða leit 🙂

Scroll to Top