Skráning

Vilt þú skrá námskeiðin þín hjá Demíu? 

Við bjóðum öllum námskeiðshöldurum, víðsvegar um landið, að skrá námskeiðin sín á vefsíðu Demíu.  Stefnan er að vera með einn stað fyrir öll námskeið svo við getum hjálpað hvort öðru að finna það sem við leitum að fljótt og örugglega. 

Þú færð þinn eigin aðgang að vefsvæði Demíu þar sem þú getur stýrt þeim upplýsingum sem þar koma fram og sett þær inn þegar þér hentar.

Demía býður upp á tvær þjónustuleiðir: 

Tengillinn

Tengillinn er gjaldfrjáls þjónusta þar sem þú færð aðgang að eigin vefsvæði Demíu þar sem þú getur stýrt þeim upplýsingum sem þar koma fram og sett þær inn þegar þér hentar. Þá getur þú vísað fólki á heimasíðuna þína þar sem skráning og greiðsla fer fram.

Sölu- og greiðslukerfi

Sölu- og greiðslukerfið er í boði gegn vægri söluþóknun. Inn á þínu svæði getur þú haldið utan um alla þátttakendur og fylgst með sölunni þinni. Hægt er að skrá sig hér að neðan og við höfum samband til að veita nánari upplýsingar eða senda okkur tölvupóst á demia@demia.is.

Við bjóðum þér núna upp á fría uppsetningu á fyrirtækjasíðunni þinni og fyrstu námskeiðunum. Þetta gerist ekki einfaldara.

Viltu vera með? Skráðu þig hér fyrir neðan og við verðum í sambandi.

Scroll to Top