Skilmálar

Skilmálar Demíu voru síðast uppfærðir 6. maí 2021. 

Með því að nota vefsíðu Demíu samþykkir þú sem viðskiptavinur að fylgja þeim skilmálum sem hér koma fram. Skilmálar þessir gilda um skráningar og greiðslur á námskeið einnig vörur sem greitt er fyrir í gegnum vefsíðu Demíu. Skilmálar þessir gilda einnig um notkun viðskiptavina á vef Demíu og upplýsingar sem þeir setja inn á vefinn. Skilmálar þessir geta tekið breytingum. Vinsamlegast lesið yfir vandlega. 

Athugið að þrátt fyrir þessa skilmála Demíu geta söluaðilar þó sett fram sínar eigin skilmála hvað varðar endurgreiðslu á námskeiðum eða vöru og gilda skilmálar söluaðila umfram skilmála Demíu. Það er því mikilvægt fyrir viðskiptavini að kynna sér skilmála söluaðila áður en greiðsla fer fram.

Skilgreiningar

Í skilmálum þessum eru eftirfarandi hugtök notuð:

Demía: Demía ehf., kt. 5000620-1960, eigandi og rekstraraðili vefsins www.demia.is
Námskeið: Námskeið, fræðsluerindi, ráðstefnur og sams konar viðburðir.
Vörur: Varningur (ekki námskeið) sem seldur er af söluaðilum á vefsíðu Demíu.
Vefsíða: demia.is.
Söluaðili: Eigendur, námskeiðshaldarar og umsjónarmenn námskeiða sem skrá sig inn á vef Demíu og nýta þjónustu vefsíðunnar.
Viðskiptavinur: Einstaklingur og/eða fyrirtæki sem skrá sig á og greiða fyrir námskeið/vörur í gegnum vefsíðu Demíu.
Með orðunum ,,við”, ,,okkur” eða ,,okkar” í þessum skilmálum er átt við Demía ehf.
Með orðunum ,,þú”, ,,þið”, ,,ykkar” er átt við viðskiptavini, þ.e. þá sem skrá sig á og kaupa námskeið eða vörur af vefsíðunni.

Almennir skilmálar

Öll námskeið sem í sölu eru, hjá Demía, eru á ábyrgð söluaðila námskeiða, ekki Demíu. Það sama á við um vörur sem þeir selja á vefsíðunni. 

Sala og ábyrgð 

Öll verð á vefsíðunni eru gefin upp með virðisauka ef við á. Söluaðilar áskilja sér rétt til að breyta verði án fyrirvara.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á að gefa upp réttar og skýrar upplýsingar í skráningunni á námskeiðið. Mikilvægt er því að fara vel yfir skráningu upplýsinga þegar kaupin eiga sér stað; Er þetta rétt námskeið, rétt dagsetning, rétt tímasetning, rétt vara o.s.frv. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að leiðrétta kaupin eftir á. Ef upplýsingar eru óljósar eða rangar getum við ekki staðfest eiganda skráningar. 

Ekki er heimilt að áframselja skráningu/kaup sín að námskeiði nema með leyfi söluaðila. Ekki er heimilt að áframselja skráningu/kaup sín að námskeiði með fjárhagslegum hagnaði. Ef upp kemst um brot á þeim reglum áskilur Demía sé rétt til að ógilda skráninguna/kaupin með öllu. 

Reglur varðandi þátttökuskilyrði námskeiðs ber þér að skoða vel. Allar upplýsingar um þátttökuskilyrði, til dæmis aldurstakmörk og fyrri reynsla, eiga að koma skýrt fram í námskeiðslýsingu. 

Demía og söluaðilar námskeiða bera enga ábyrgð á persónulegum munum þátttakenda fyrir, á meðan, eða eftir að námskeiði lýkur.

Endurgreiðsla

Þegar þú hefur skráð og greitt fyrir námskeið, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá kaupum til þess að falla frá þeim og óska eftir endurgreiðslu hjá viðkomandi söluaðila sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjársölusamninga. Þetta á hins vegar ekki við um endurgreiðslubeiðnir á námskeiðum sem greitt er fyrir þegar færri en 14 dagar eru í að námskeið hefjist sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema í þeim tilvikum er námskeið fellur niður.

Ef dag- eða tímasetning á námskeiði breytist, þá færist skráning þín sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dag- eða tímasetning hentar ekki átt þú rétt á endurgreiðslu frá söluaðila innan auglýsts tímaramma. Þetta yrði tilkynnt sérstaklega til þeirra sem eru skráðir á námskeiðið. Falli námskeið niður, þá er þér boðið sambærilegt námskeið hjá söluaðilanum í staðinn eða full endurgreiðsla frá honum.

Kaup á vöru

Upplýsingar um afhendingu vöru má finna í vörulýsingunni sjálfri eða á söluaðila. Afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar hvers flutningsfyrirtækis gilda um afhendingu vörunnar. Demía og söluaðilar bera enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í flutningi eða verður fyrir tjóni, frá því að að hún er send frá söluaðila til viðkomandi, er tjónið á ábyrgð viðskiptavinars. Ef valið er að sækja vöru og vara er ekki sótt innan 6 mánaða er hún sett aftur í sölu. Upplýsingar um opnunartíma, ef við á, má finna á fyrirtækjasíðu söluaðila.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er varan þá endurgreidd. Ef meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur viðskiptavinuri skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.

Verði viðskiptavinur var við galla á vöru er honum umsvifalaust boðin ný vara í staðinn og greiðir söluaðili allan sendingarkostnað, sem um ræðir, eða endurgreiðir sé þess krafist. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.

Samskipti

Við kaup á námskeiði samþykkir þú að fá sendan tölvupóst, svo sem kvittanir, upplýsingar um námskeiðið eða þjónustu tengda því, frá Demíu og söluaðila námskeiðs. Ef þú af einhverjum ástæðum samþykkir ekki slíka tölvupósta, þá getur þú haft samband við söluaðila og óskað eftir að vera fjarlægður af póstlista námskeiðsins. Hvorki söluaðilar né Demía taka ábyrgð á því ef mikilvægar upplýsingar frá söluaðila kunna að misfarast vegna þessa. 

Demía tekur ekki ábyrgð á innihaldi tölvupósta sem berast frá söluaðilum eða öðrum samskiptum söluaðila við viðskiptavini þeirra. 

Demía ber enga ábyrgð á samskiptum milli söluaðila og viðskiptavina. Demía ber heldur enga ábyrgð vegna ágreinings sem kann að rísa milli þessara aðila, krafa sem geta stofnast hjá þessum aðilum, meiðslum eða skemmdum af einhverju tagi.

Ærumeiðandi umsögnum um námskeið eða söluaðila og aðstandendum þeirra, sem birtast á vefsíðu Demíu og öðrum miðlum okkar, verður umsvifalaust eytt án athugasemda. 

Trúnaður og vernd upplýsinga

Demía meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög. Persónuverndarstefna Demíu er aðgengileg á forsíðu Demíu.

Litið er svo á að með því að samþykkja skilmála þessa, samþykki notandi einnig persónuverndarstefnu Demiu. Hafi notandi spurningar um meðferð persónuupplýsinga sinna hjá Demía er hægt að senda okkur fyrirspurn í gegnum tölvupóstinn demia@demia.is.

Hugverk

Öll vörumerki, réttur til notkunnar gagnagrunns og önnur eign á hugverki og því efni sem birtist á þessum vef, þar með talið uppsetning, hönnun og skipulag vefsins er eign Demíu ehf. Notendum er óheimilt að fjölfalda, breyta, aðlaga, birta, dreifa, selja eða með öðrum hætti láta af hendi nokkurt efni á þessum vef, nema með skriflegu leyfi Demíu. Hlaða má niður efni af vefsíðunni og prenta eða afrita til persónulegrar notkunar, en ekki í viðskiptaskyni. 

Takmörkuð ábyrgð

Demía ber enga ábyrgð vegna tjóns, hvorki beins né óbeins, sem kann að verða vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði viðskiptavinar, eða af öðrum orsökum sem kunna að valda því að upplýsingar eru ekki réttar, eða að viðskiptavinur hafi ekki tekist að tengjast þjónustunni.

Demía er að sama skapi ábyrgðarlaus vegna tjóns eða óþæginda sem kann að verða, bæði beint eða óbeint, vegna allra þeirra hugsanlegu bilana sem kunna að koma upp í endabúnaði, tengingu við internetið, eða þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við vefsíðu Demíu, svo sem stýrikerfi viðskiptavinar eða tölvukerfi hans, eða af öðrum orsökum sem kunna að valda því að vefsíða Demíu er ekki aðgengileg.

Þá er Demía ábyrgðarlaus vegna tjóns eða óþæginda sem kann að verða, bæði beint eða óbeint, vegna vanþekkingar, misskilnings eða misnotkunar á aðgengi viðskiptavinar. Demía myndi þó sjá um að tilkynna það til viðeigandi málsaðila. Demíu ber að sama skapi enga ábyrgð á tjóni sem rekja má til ytri atburða (e. Force majeure) eins og eldgosa eða stríða.

Dómsmál

Mál sem kunna að koma upp vegna þessara skilmála, eða vegna samskipta viðskiptavina og Demíu, skulu vera rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Demía ehf.
Kt. 500620-1960
Vsk. 138231

Scroll to Top