Skilmálar - Frí grunnáskrift

Síðast uppfærðir 16. september 2021.

Með því að skrá þig sem námskeiðshaldara hjá Demía ehf. (kt. 500620-1960) til heimilis að Brekkuhvarf 17, 203 Kópavogur, staðfestir þú að þú hafir kynnt þér ítarlega þessa viðskiptaskilmála. 

  1. Lýsing á þjónustu

Demía ehf. sér um utanumhald á vefsíðu Demíu. Námskeiðshaldari fær aðgang að fyrirtækjasíðu (www.demia.is/namskeidshaldari/nafn_fyrirtækisins) þar sem hann sér sjálfur um að skrá inn upplýsingar um fyrirtækið sitt og þau námskeið sem hann vill að séu aðgengilegar á vefsíðu Demíu en námskeiðshaldari getur skráð inn og birt allt að 10 námskeið í einu á sínu svæði.  Ef námskeiðshaldari verður uppvís um brot á þeim skilmálum sem hér koma fram, áskilur Demía sér rétt til að loka fyrir aðgang námskeiðshaldara. Enginn binditími er á notkun þjónustu Demíu. 

  1. Almennir skilmálar

Skilmálar þessir gilda um notkun námskeiðshaldara á þjónustu Demíu, skráningu námskeiða og allra þeirra upplýsinga sem námskeiðshaldari setur inn á vefsíðuna.
Demía áskilur sér rétt til að breyta og/eða gera breytingar á þessum skilmálum hvenær sem er og verður námskeiðshaldari látinn vita með áberandi hætti og ávallt með fyrirvara. Breytingar öðlast gildi þann daginn sem þær eru færðar inn í skilmálana nema annað sé tekið fram. Áframhaldandi notkun námskeiðshaldara á þjónustu Demíu eftir að breytingar taka gildi, þýðir að námskeiðshaldari samþykkir þessar breytingar. Allir endurskoðaðir skilmálar skulu koma í stað allra fyrri skilmála.
Demía áskilur sér rétt til að nota netfang námskeiðshaldara og tengiliða til að senda þeim upplýsingar um þjónustu eða annað sem Demía telur mikilvægt. Ávallt er hægt að afþakka þessar póstsendingar. 

  1. Skyldur og ábyrgð námskeiðshaldara

Námskeiðshaldari fær aðgang að fyrirtækjasíðu Demíu til að setja aðeins inn upplýsingar um námskeiðin sín og fyrirtæki. Námskeiðshaldari ber að öllu leyti ábyrgð á námskeiðunum sínum, þátttakendum og viðskiptum þeirra á milli. Ábyrgðin felst meðal annars í að allar upplýsingar um námskeið og fyrirtæki á fyrirtækjasíðu hans séu réttar. Ef þörf er á áskilur Demía sér rétt til að breyta eða bæta við myndatexta og lagfæra námskeiðslýsingar til að tryggja heildarútlit síðu og betri leitarvélabestun fyrir báða aðila.
Ef námskeiðshaldari vill fela fyrirtækjasíðuna tímabundið er hægt að óska eftir því.

  1. Skyldur og ábyrgð Demíu gagnvart námskeiðshaldara

Demía hefur hag námskeiðshaldara að leiðarljósi. Fullur trúnaður ríkir milli Demíu og námskeiðshaldara varðandi öll viðskipti og samskipti þeirra á milli. Demía mun vanda alla umræðu og upplýsingagjöf um námskeiðshaldara og þá þjónustu sem þeir bjóða upp á, bæði í auglýsingum og á öðrum vettvangi.
Starfsmenn Demíu sjá um að vísa fyrirspurnum á viðeigandi námskeiðshaldara.
Demía ber enga ábyrgð á tjóni sem rekja má til ytri atburða (e. Force majeure).

  1. Kynningarstarf 

Námskeiðshaldari veitir Demía ehf. leyfi til að kynna námskeiðin hans m.a. með því að nota nafn námskeiðshaldara eða fyrirtækis hans, vörumerki (e. Logo), útlit, myndir, námskeiðslýsingar og annað efni frá námskeiðshöldurum, í tengslum við að bjóða, afhenda, markaðssetja, auglýsa, sýna og selja þjónustu Demíu og námskeiðshaldara á vefsíðu Demíu, ýmsum miðlum og í öðru kynningarefni. Demía mun leggja sig fram í að vanda framsetningu efnis en alltaf er hægt að óska eftir að efni sé breytt eða fjarlægt. Námskeiðshöldurum er leyfilegt að nota nafn Demíu ásamt vörumerki (e. Logo) í kynningarstarf.

  1. Hugverk

Öll vörumerki, réttur til notkunnar gagnagrunns og önnur eign á hugverki og því efni sem birtist á vef Demíu, þar með talin uppsetning, hönnun og skipulag vefsins er eign Demía ehf. Námskeiðshöldurum er óheimilt að fjölfalda, breyta, aðlaga, birta, dreifa, selja eða með öðrum hætti láta af hendi nokkurt efni af þessum vefi, nema með skriflegu leyfi frá Demíu. Hlaða má niður efni af vefsíðunni og prenta eða afrita til persónulegrar notkunar, en ekki í viðskiptaskyni.

  1. Dómsmál 

Mál sem kunna að koma upp vegna þessa skilmála, eða samskipta námskeiðshaldara og Demíu skulu vera rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Scroll to Top